Býst við að skrifað verði undir

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ mbl.is/Kristinn Ingvarsson

„Við sjá­um í raun eng­ar for­send­ur til þess að skrifa ekki und­ir kjara­samn­ing­ana núna. Það myndi ekki auka lík­ur á hag­vexti. En auðvitað gagn­rýn­um við stjórn­völd fyr­ir að leggja ekki fram skýr­ar áætlan­ir um fjár­fest­ing­ar og hag­vöxt,“ seg­ir Gylfi Arn­björns­son, for­seti ASÍ, sem ger­ir ráð fyr­ir að ASÍ staðfesti kjara­samn­inga á morg­un.

Hann seg­ir jafn­framt að búið sé að ganga frá þeim laga­frum­vörp­um sem lof­orð hafi verið gef­in um við gerð kjara­samn­inga.

„Þrátt fyr­ir að við köll­um eft­ir skýr­ari svör­um um áætlan­ir stjórn­valda sjá­um við enga ástæðu til að slíta þessu sam­starfi. Við mun­um halda áfram að veita stjórn­völd­um aðhald og það er ljóst að það mun reyna á sam­starf okk­ar. “

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert