Þorskurinn hefur minna að éta

Mataræði þorsksins hefur verið rannsakað frá 1985.
Mataræði þorsksins hefur verið rannsakað frá 1985. Rax / Ragnar Axelsson

Veru­leg­ar breyt­ing­ar hafa orðið á mataræði ís­lenskra þorska síðustu þrjá­tíu árin. Haf­rann­sókna­stofn­un­in hef­ur rann­sakað fæðu þorsks á Íslands­miðum frá ár­inu 1985. Svo lít­ur út sem þorsk­ur­inn hafi haft minna að éta frá 1995 en áður og meðalþyngd hans lík­lega minnkað þess vegna.

„Þess­ar rann­sókn­ir hafa einkum farið fram í mars, í ár­legu tog­ar­aralli síðan 1985, og að haust­lagi í haustr­alli síðan 1996. Á þess­um tíma hef­ur fæðuval þorsks verið rann­sakað í um 74 þúsund fisk­um í mars og um 61 þúsund fisk­um að haust­lagi,“ seg­ir í nýrri frétt á vef Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar. 

Ólaf­ur K. Páls­son og Hösk­uld­ur Björns­son, sér­fræðing­ar á Haf­rann­sókna­stofn­un­inni, birtu ný­lega niður­stöður rann­sókna á mataræði þorska í vefút­gáfu tíma­rits Alþjóðahaf­rann­sókn­aráðsins (ICES Journal of Mar­ine Science).

Þar kem­ur m.a. fram að loðna, rækja og ljósáta hafi verið meg­in­fæða þorsks­ins öll árin og því rétt­nefnd und­ir­stöðufæða hans hér við land. Loðnan var þó lang­mik­il­væg­ust. Önnur mik­il­væg bráð var síld, kol­munni, sandsíli og þorsk­ur.

„Veru­leg­ar breyt­ing­ar hafa verið í áti þorsks á um­ræddu tíma­bili. Einna mest­ar breyt­ing­ar hafa verið í áti á loðnu og rækju, og hef­ur át á þeim minnkað síðustu 10-15 árin eða svo. Einnig hef­ur át á ýms­um öðrum fæðuteg­und­um sveifl­ast tals­vert og var át á sandsíli í há­marki um 1995 en át á kol­munna um miðjan síðasta ára­tug. Breyt­ing­ar af þessu tagi tak­mark­ast oft við ákveðinn árs­tíma (mars eða haust) eða stærð þorsks,“ seg­ir m.a. í frétt­inni.

Þá kem­ur þar fram að heild­ar­át þorsks hafi minnkað frá því um 1995 vegna þess að stofn­ar sem hann hef­ur sótt í, einkum loðna og rækja, hafa minnkað. Upp­bótar­fæða á borð við kol­munna og sandsíli hef­ur líka minnkað. „Þess­ar aðstæður skýra lík­lega minnk­andi meðalþyngd þorsks eft­ir aldri und­an­far­in ár (2003-2009),“ seg­ir í frétt­inni.

Frétt Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar um mataræði þorska

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka