Upplausn ef ekki finnst leið

Ríkisstjórnin gaf vilyrði fyrir því að fara af stað með …
Ríkisstjórnin gaf vilyrði fyrir því að fara af stað með mannaflsfrekar framkvæmdir til að skapa hagvöxt. mbl.is/Golli

„Fundurinn var jafn nálægt því og komist verður að snúast um ekki neitt. Þá er atburðarásin nú ekki það sem menn höfðu í huga þegar skrifað var undir kjarasamningana 5. maí. Hvort þetta þýðir að samningar eru í upplausn verða fundir næstu daga að skera úr um.“

Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í samtali við Morgunblaðið í dag um fund fulltrúa samtaka vinnumarkaðarins með innanríkisráðherra í gær. 

Þar var rætt um stöðuna í kjaramálum, einkanlega viljayfirlýsingu ríkisins sem gefin var út í tengslum við samningagerðina í vor um að fara af stað með mannaflsfrekar framkvæmdir til að skapa hagvöxt. Horft hefur verið til þess að fjármagna þær með sérstökum hætti, svo sem einkaframkvæmd eða veggjöldum, en nú er afstaða ráðherrans sú að framkvæma ekki nema með mörkuðum framlögum á fjárlögum hvers árs.

„Við finnum að á brattann er að sækja,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ. „Það er sameiginlegt takmark að auka fjárfestingar svo auka megi hagvöxt. Ef vegaframkvæmdir fara ekki af stað þarf að finna eitthvað annað.“

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra fjallar um hvaða leiðir eru færar við framkvæmdir í vegagerð í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert