Vill úttekt á áhrifum núverandi kvótakerfis

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

Ólína Þor­varðardótt­ir, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og vara­formaður sjáv­ar­út­vegs­nefnd­ar, vill láta gera út­tekt á áhrif­um nú­ver­andi kvóta­kerf­is á byggðir lands­ins, bú­setu- og at­vinnuþróun.

Þetta kem­ur fram á bloggsíðu Ólínu, sem fjall­ar um hag­fræðiút­tekt á áhrif­um kvótafrum­varps sjáv­ar­út­vegs­ráðherra. Hún seg­ir að út­tekt­in hafi verið túlkuð á versta veg fyr­ir ráðherr­ann. Víst sé að skýrsl­an sé eng­in lofs­söng­ur. 

„En áður en  all­ir ganga af hjör­un­um í yf­ir­lýs­ingagleðinni held ég við ætt­um að kalla eft­ir einni skýrslu enn - sam­heng­is­ins vegna,“ skrif­ar Ólína.

Hún seg­ir að auk þess að gera út­tekt á áhrif­um kvóta­kerf­is­ins á byggðir, bú­setu- og at­vinnuþróun þá verði jafn­framt viðskipti og verðmynd­un afla­heim­ilda skoðuð nán­ar,  „hve stór hluti af arðsemi grein­ar­inn­ar hafi farið í áhættu­fjár­fest­ing­ar utan grein­ar  þ.e. í ann­an at­vinnu­rekst­ur (t.d. “tusku­búðirn­ar” við Lauga­veg­inn). Við skul­um fá metið í hag­töl­um, hvaða áhrif samþjöpp­un afla­heim­ilda og verðmæta­til­flutn­ing­ur hef­ur haft á byggðir lands­ins og líf fólks­ins sem það bygg­ir,“ skrif­ar hún

Þá seg­ir hún að tveir hag­fræðing­ar, tveir sam­fé­lags­fræðing­ar og einn lög­fræðing­ur eigi að vera fengn­ir til verks­ins.

„Gef­um þeim frest til 1. sept­em­ber að skila skýrslu, sem myndi þá liggja fyr­ir um svipað leyti og aðrar um­sagn­ir sem von er á inn í þing­nefnd­ina sem nú hef­ur málið til meðferðar. Að feng­inni þess­ari út­tekt skul­um við svo íhuga boðskap þeirr­ar hag­fræðiút­tekt­ar sem nú ligg­ur fyr­ir og mark­mið frum­varps­ins,“ skrif­ar Ólína.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka