Zakaria lofar aðferðir Íslendinga

Fareed Zakaria.
Fareed Zakaria.

Einn virtasti fjölmiðlamaður Bandaríkjanna, Fareed Zakaria, fjallaði um endurskoðun á íslensku stjórnarskránni í þætti sínum á CNN. Zakaria er þeirrar skoðunar að nútímalegar aðferðir Íslendinga séu til fyrirmyndar og leggur til að Bandaríkjamenn tileinki sér þær.

Bandaríkjamenn eru margir hverjir afar íhaldssamir þegar umræður um breytingar á stjórnarskrá þeirra eru annars vegar og Zakaria bendir á að Alþingi Íslendinga sé töluvert eldra en þing og stjórnarskrá Bandaríkjanna en samt sem áður séu Íslendingar óhræddir við breytingar.

Þátt Zakaria má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert