Einn virtasti fjölmiðlamaður Bandaríkjanna, Fareed Zakaria, fjallaði um endurskoðun á íslensku stjórnarskránni í þætti sínum á CNN. Zakaria er þeirrar skoðunar að nútímalegar aðferðir Íslendinga séu til fyrirmyndar og leggur til að Bandaríkjamenn tileinki sér þær.
Bandaríkjamenn eru margir hverjir afar íhaldssamir þegar umræður um breytingar á stjórnarskrá þeirra eru annars vegar og Zakaria bendir á að Alþingi Íslendinga sé töluvert eldra en þing og stjórnarskrá Bandaríkjanna en samt sem áður séu Íslendingar óhræddir við breytingar.
Þátt Zakaria má nálgast hér.