Guðrún Ögmundsdóttir, formaður fagráðs um kynferðisbrot, segist vita um fleiri kynferðisbrot innan kaþólsku kirkjunnar hér á landi en þau tvö sem Fréttatíminn greindi frá fyrir helgi. Miklu máli skipti að fólk geti komið fram með sín mál og kirkjan þurfi að biðjast velvirðingar.
Guðrún segir að umrædd mál hafi farið alla leið í kerfinu en þau séu fleiri enda engin ástæða til að ætla að kaþólska kirkjan á Íslandi sé frábrugðin kaþólsku kirkjunni erlendis.
tilkynninguGuðrún segir að viðbrögð kaþólsku kirkjunnar verði tekin fyrir í næstu viku. Eins verði send fyrirspurn á öll trúfélög um það hvernig þau hagi sambærilegum málum sem komi inn á borð til þeirra.