Gömul leiktjöld dregin upp

Sókn­ar­prest­arn­ir Bjarni Karls­son og Jóna Hrönn Bolla­dótt­ir segja að göm­ul leiktjöld hafi verið dreg­in upp á kirkjuþingi sem haldið var í síðustu viku þar sem rann­sókn­ar­skýrsla um kyn­ferðis­brot Ólafs Skúla­son­ar, fyrr­um bisk­ups, var rædd.

„Rann­sókn­ar­skýrsl­an rek­ur sorg­ar­sögu þar sem þving­un­ar­valdi var beitt til að skapa hjarðhegðun og trúnaður var rof­inn með svo marg­vís­legu móti til þess eins að tryggja per­són­ur í sessi. Af­leiðing­in var sú að þolend­ur og gerend­ur voru svipt rétti sín­um til sál­gæslu og kirkj­an var svipt trú­verðug­leika sín­um sem vett­vang­ur ör­ygg­is og heil­brigðis," segja sókn­ar­prest­arn­ir Jóna Hrönn Bolla­dótt­ir og Bjarni Karls­son í grein sem birt er á Press­unni.

„Við upp­haf kirkjuþings sem haldið var í til­efni af út­gáfu skýrsl­unn­ar urðu þau tíðindi að göm­ul leiktjöld voru dreg­in upp og sama vinnu­lag var við haft. For­seti kirkjuþings, Pét­ur Kr. Haf­stein, hóf at­b­urðarás­ina með ræðu sinni þar sem hann gerði per­sónu herra Karls Sig­ur­björns­son­ar að aðal­atriði og fjallaði af til­finn­ingaþunga um þau spjóta­lög sem að hon­um hafi verið rétt utan úr sam­fé­lag­inu og ekki síður inn­an úr kirkj­unni og lét þess getið að kirkj­unn­ar fólk ætti að standa með sín­um besta manni en ekki leggja til hans.

Þannig dró hann upp mynd af kirkj­unni sem bisk­ups­kirkju um leið og hann flokkaði kirkju­lega þjóna í tvo hópa, ann­an vin­veitt­an en hinn ekki. Hvort tveggja var óboðlegt. Kirkj­an er ekki bisk­ups­kirkja held­ur hreyf­ing trúaðra og þar heyr­ast og eiga að heyr­ast marg­ar radd­ir. Með aðferð sinni leitaðist Pét­ur við að móta and­rúms­loft hjarðhegðunar þar sem gagn­rýn­inni hugs­un er út­hýst og hún túlkuð sem fjand­skap­ur. Rann­sókn­ar­skýrsl­an ber því vitni að aðferðin er gam­al­reynd og að hún virk­ar.

skrifa þau Jóna Hrönn og Bjarni.

 Hér er grein eft­ir Pét­ur Pét­urs­son pró­fess­or við guðfræðideild HÍ um sama mál

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert