Gylfi Magnússon, fyrrverandi ráðherra, var í dag kosinn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur og tekur sæti Aðalsteins Leifssonar, sem hverfur úr stjórninni.
Borgarstjórn kaus í dag fulltrúa í stjórn OR. Haraldur Flosi Tryggvason var endurkjörinn formaður stjórnarinnar og tekur hann nú jafnframt sæti sem einn af fimm stjórnarmönnum.
Akraneskaupstaður og Borgarbyggð eiga eftir að kjósa fulltrúa þessara sveitarfélaga í stjórnina, skv. upplýsingum sem fengust á skrifstofu borgarstjóra.
Aðrir stjórnarmenn voru endurkjörnir í stjórn orkuveitunnar en þau eru Brynhildur Davíðsdóttir, Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir.
Varamenn í nýrri stjórn orkuveitunnar eru Ingrid Kuhlman, Elín Blöndal, Reginn Mogensen, Júlíus Vífill Ingvarsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir.
Ný stjórn tekur til starfa á aðalfundi ORsem verður haldinn 23. júlí.