Halda fast við kröfur sínar

Leikskólakennarar fara í verkfall þann 22. ágúst ef ekki verður …
Leikskólakennarar fara í verkfall þann 22. ágúst ef ekki verður samið. mbl.is/Golli

„Síðasti fund­ur á milli full­trúa leik­skóla­kenn­ara og sveit­ar­fé­laga var hald­inn 15. júní síðastliðinn en eng­ar lausn­ir komu frá viðsemj­end­um okk­ar. Næsti fund­ur verður hald­inn þann 29. júní þar sem ekki lengra en 14 dag­ar mega líða á milli funda.“ seg­ir Har­ald­ur Gísla­son formaður fé­lag leik­skóla­kenn­ara.

Deilu á milli leik­skóla­kenn­ara og sveit­ar­fé­laga var vísað til Rík­is­sátta­semj­ara í mars síðastliðnum. 

„Við erum til viðræðu um lausn deil­unn­ar og ósk­um eft­ir hug­mynd­um til að leysa þetta mál, við mun­um ekki gefa eft­ir kröf­um okk­ar.“

 „Við för­um fram á að um­tals­verður mun­ur verði leiðrétt­ur og ætl­umst  til að ca. 11% verði leiðrétt í þessu skrefi. Við erum gríðarlega sann­gjörn.“ 

„Viðmiðun­ar­stétt­ir okk­ar eru illa launaðar en við eru hrika­lega illa launuð.“

Ef samn­ing­ar nást ekki milli leik­skóla­kenn­ara og sveit­ar­fé­laga munu leik­skóla­kenn­ar­ar fara í verk­fall þann 22. ág­úst næst­kom­andi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert