Hefði sett allt upp í loft

Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins.
Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins. mbl.is / Sverrir Vilhelmsson

„Við erum nátt­úru­lega bara að tryggja hag alls at­vinnu­lífs­ins. Þannig að við telj­um að ef við hefðum farið að fella samn­ing­inn þá hefði það sett allt upp í loft og það er kannski það síðasta sem við þurf­um í dag,“ seg­ir Vil­mund­ur Jós­efs­son, formaður Sam­taka at­vinnu­lífs­ins (SA), en sam­tök­in ákváðu í dag að staðfesta kjara­samn­ing­ana sem und­ir­ritaðir voru þann 5. maí síðastliðinn.

Eins og komið hef­ur fram lá fyr­ir að frest­ur til þess að staðfesta kjara­samn­ing­ana rynni út í dag en staðfest­ing þeirra þýðir að þeir gilda í þrjú ár eða til 31. janú­ar 2014 eins og til stóð en hefðu ann­ars aðeins gilt út þetta ár.

Vil­mund­ur seg­ir SA eft­ir sem áður mjög ósátt við fram­göngu stjórn­valda í tengsl­um við kjara­samn­ing­ana og einkum vanefnd­ir á lof­orð um um að farið yrði í aukn­ar fram­kvæmd­ir. Þá séu aðgerðir stjórn­valda gagn­vart sjáv­ar­út­veg­in­um í land­inu ekki til þess falln­ar að hjálpa til við að koma efna­hags­líf­inu aft­ur í gang.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert