Ísland fari á eigin forsendum í ESB

Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Fánar við höfuðstöðvar Evrópusambandsins. YVES HERMAN

Stjórnvöld á Íslandi ráða því algjörlega hversu langan tíma inntökuferlið í Evrópusambandið mun taka. Ísland á rétt á fullan rétt á því að ganga í sambandið og mun gera það á eigin forsendum. 

Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Alexöndru Cas Granje, sviðsstjóra á stækkunarskrifstofu framkvæmdastjórnar ESB. Granje sér um stækkunarmál sambandsins sem varða inngöngu Íslands. Hún flutti fyrirlestur um viðhorf framkvæmdastjórnar ESB til inngöngu Íslands í sambandið. Fyrirlesturinn fór fram í Odda, Háskóla Íslands nú í hádeginu. 

Granje segir Ísland uppfylla vel felst þau skilyrði sem ESB setji um inngöngu ríkja. Þó séu þrjú svið sem þurfi að skoða sérstaklega vel. Það séu landbúnaður, sjávarútvegur og hvalveiðar. 

Granje sagði Ísland í algjörum sérflokki miðað við önnur ríki sem nýlega hafi gengið í ESB. Lífskjör séu betri hér enn víðast hvar annars staðar í Evrópu og jafnrétti og lýðræði stæðu hér styrkum fótum. Með inngöngu í ESB fengi Ísland þó sterkari rödd innan alþjóðasamfélagsins og ríkan þátt í ákvarðanatöku. Auk þess myndi upptaka evru styrkja efnahag landsins.

Hvalveiðar vandamál

Hvað sjávarútveginn varðar segir Granje að það geti tekið nokkurn tíma að aðlaga íslenskar reglur að reglum ESB. Það sé þó hulið nokkurri óvissu þar sem ESB standi nú að heildarendurskoðun á fiskveiðistefnu sambandsins. Þó sé fullvíst að hvalveiðar Íslendinga samræmist á engan hátt stefnu ESB í umhverfismálum.

Ekki voru allir sammála þeim sjónarmiðum sem komu fram á fundinum. Hiti var í nokkrum fundarmönnum og við upphaf fyrirlestur Granje ruddist æstur mótmælandi inn og hrópaði óvægisorð gegn inngöngu Íslands Í ESB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert