Kallað eftir skýrari svörum

Óvissa ríkir um hvort kjarasamningarnir verði staðfestir til þriggja ára.
Óvissa ríkir um hvort kjarasamningarnir verði staðfestir til þriggja ára. mbl.is/Kristinn

Óvissa ríkir um hvort aðilar vinnumarkaðarins staðfesta kjarasamninga til þriggja ára en frestur sem þeir hafa til að taka endanlega afstöðu rennur út á miðnætti í kvöld. Eins og staðan leit út í gærkvöldi voru líkur taldar á að ASÍ myndi staðfesta kjarasamningana í dag en meiri óvissa ríkti í herbúðum SA.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að brýnt sé að fá skýr svör frá stjórnvöldum um hvernig eigi að örva fjárfestingar.

Í umfjöllun um málið í Morgunblaðinu í dag segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, skorta á skýra stefnu stjórnvalda í efnahags- og atvinnumálum en býst engu að síður við því að ASÍ staðfesti samningana í dag.

Fyrir utan sjávarútvegsmálin er það óvissa um stórar vegaframkvæmdir og byggingu nýs fangelsis sem ræður miklu um afstöðu aðila vinnumarkaðarins. Ýmis fyrirheit voru gefin í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar 5. maí sl. og hafa þau ekki öll gengið eftir þó að margt hafi orðið að veruleika.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert