Kreditkort brjóta lög

Reuters

Vegna fjölda kvartana frá neytendum tók Neytendastofa til skoðunar greiðsludreifingu sem Kreditkort býður upp á. Í greiðsludreifingu felst að ef neytandi getur ekki greitt kreditkortareikninginn sinn í einu lagi er honum boðið upp á að skipta reikningnum og greiða hann á fleiri en einum gjalddaga.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að Kreditkort bryti bæði gegn ákvæðum laga um neytendalán og laga um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu með greiðsludreifingunni. Neytendastofa gerir ekki athugasemdir við að neytendum sé boðið upp á þessa leið en stofnunin telur greiðsludreifinguna vera neytendalán sem gera verður sjálfstæðan skriflegan samning um þar sem fram kæmu allar þær upplýsingar sem lánveitandi á að veita neytanda skv. lögum um neytendalán.

Ákvörðunin í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert