Málefni Sjúkrahússins rædd á borgarafundi

Borgarafundurinn er í Hofi í kvöld.
Borgarafundurinn er í Hofi í kvöld. mbl.is/Skapti

Málefni Sjúkrahússins á Akureyri eru til umræðu á borgarafundi sem haldinn er í kvöld. Tilgangur fundarins er að fá fram sjónarmið íbúa um stefnu sjúkrahússins á tímum niðurskurðar en búist er við að ný úttekt Ríkisendurskoðunar verði ofarlega á baugi. 

Til fundarins var boðað fyrir nokkru síðan en í dag birtist skýrsla Ríkisendurskoðunar um sjúkrahúsið þar sem fram kemur að á sumum deildum starfi svo fáir læknar að öryggi sjúklinga kunni að vera ógnað.

Í skýrslunni er fjallað um skipulag, stefnu og stjórnun sjúkrahússins og kemur þar fram að samkvæmt viðhorfskönnun sem Ríkisendurskoðun gerði meðal starfsmanna sjúkrahússins ríkir óánægja með ýmsa þætti í skipulagi og stjórnun þess, m.a. með starfshætti framkvæmdastjórnar en í henni sitja fjórir æðstu stjórnendur stofnunarinnar.

Borgarafundurinn er haldinn í Hofi og herfstkl. 20.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Anna Dóra Gunnarsdóttir: ??
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert