Nilli: Íslendingar mögnuð þjóð

Nilli ásamt vinkonu sinni

Ný þáttaröð af Nilla hóf göngu sína á Mbl Sjónvarpi í dag eftir stutt hlé. Í nýju þáttunum fer hann hringinn í kringum landið, hittir skemmtilega Íslendinga og gengur í fjölbreytileg og óvenjuleg störf sem borgarbarnið prúða hefur ekki kynnst áður.

„Þetta var alveg stórkostlegt. Ég vissi að Íslendingar væru mögnuð þjóð en ég hefði aldrei getað trúað því hversu skemmtilegt og elskulegt fólkið í landinu er“, segir Nilli upprifinn eftir góða hringferð um landið. Aðspurður hvað stendur uppúr eftir ferðina segir hann, „leiksýningin á Egilsstöðum, ekki spurning.“

Í fyrsta þættinum heimsækir Nilli bæinn Skarð í landssveit þar sem sveitastörfin bíða hans en horfa má á þáttinn hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert