Þolmörkum náð fyrir löngu

mbl.is/Friðrik

Hátt bensínverð hefur þau áhrif að almenningur dregur úr akstri. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir að þessi samdráttur hafi neikvæð margföldunaráhrif á þjónustu víða um land og þolmörkum sé löngu náð.

Um liðna helgi var um 12% minni umferð á völdum talningarstöðum Vegagerðarinnar á hringveginum miðað við sömu helgi í fyrra. Umferðin austur fyrir fjall sl. föstudag var tæplega þriðjungi minni en á sama föstudegi 2010.

Í gær var algengt verð á 95 oktana bensíni 235,90 kr. lítrinn, en dísillítrinn var krónu dýrari. Runólfur segir að það sé þekkt í hagfræðinni að fólk hafi ákveðin þolmörk í sambandi við verðlagningu á ýmsum vörum og almenningur hafi náð þessum þröskuldi í sambandi við eldsneytið. Oft hafi verið talað um að þröskuldurinn væri 200 krónur fyrir lítrann og ljóst sé að núverandi verð sé allt of hátt.

Fjármálaráðherra skipaði í vetur samráðsnefnd til þess að skoða bensínverð og hvað væri til ráða í því efni. Runólfur minnir á að þessi nefnd hafi átt að skila tillögum fyrir einum og hálfum mánuði en enn hafi ekkert heyrst frá henni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka