Töluðu einungis í 100-280 mínútur

Frá Alþingi.
Frá Alþingi. mbl.is/Golli

Stjórnarliðar eru áberandi í hópi þeirra fimmtán þingmanna sem töluðu styst á nýafstöðnu þingi.

Samanlagður fjöldi þeirra er ellefu en þar af hættu tveir stuðningi við ríkisstjórnina undir lok þingsins og einn gekk til liðs við stjórnarliðið áður en þingið hófst. Sex koma frá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði og fimm frá Samfylkingunni.

Atli Gíslason, þingmaður VG og síðan óháður frá því í mars sl., talaði styst af aðalmönnum á þingi eða í samtals 100 mínútur, þ.e. rúmlega eina og hálfa klukkustund.

Næstur á blaði er Þráinn Bertelsson sem gekk til liðs við VG í september á síðasta ári. Hann talaði samtals í 101 mínútu, flutti 21 ræðu og gerði 13 athugasemdir, að því er fram kemur í umfjöllun um ræðuhöld þingmanna í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert