Verða friðlýst sem náttúruvætti

Dimmuborgir.
Dimmuborgir. mbl.is/Brynjar Gauti

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra mun á morgun undirrita friðlýsingu Dimmuborga og Hverfjalls (Hverfell) í Skútustaðahreppi. Svæðin verða friðlýst sem náttúruvætti og markmiðið  með friðlýsingu þeirra er að varðveita sérstakar jarðmyndanir þeirra vegna mikils fræðslugildis og útivistargildis.

„Þetta eru fyrstu friðlýsingar á Mývatnssvæðinu eftir að lögum um vernd Mývatns og Laxár var breytt árið 2004, en í kjölfarið tók Umhverfisstofnun saman skýrslu yfir þau svæði sem hún taldi nauðsynlegt að vernda sérstaklega. Dimmuborgir og Hverfjall (Hverfell) eru á meðal þeirra svæða og hefur undirbúningur að friðlýsingu þeirra gengið einstaklega vel frá því að hann hófst um miðjan apríl sl.,“ segir í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.

Nánar á vef Umhverfisstofnunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert