Á Hvannadalshnjúk í hjólastól

Leifur á ferð sinni á Snæfellsjökul

Leifur Leifsson hefur verið bundinn hjólastól alla ævi. Engu að síður einsetti hann sér að klífa hæsta fjall landsins, Hvannadalshnjúk. Við tók nokkra mánaða undirbúningur en Leifur einsetti sér að ná upp á topp með eigin handafli en ekki njóta aðstoðar véla eða tækja.

Gosið í Grímsvötnum setti þó verkefnið í biðstöðu en farin var æfingaferð upp á Snæfellsjökul nýverið til að prófa búnaðinn sem Leifur mun nota í ferðinni. Veðuröflin voru Leifi ekki hliðholl í þessari ferð en Andir Ómarsson umsjónarmaður þáttarins Spenna.is hér á Mbl Sjónvarpi slóst með í þessa svaðilför, ræddi við Leif og skoðaði búnað þessa dugnaðarforks sem sannar að útivist er fyrir alla. 

Leifur gerir ráð fyrir að gera atlögu að hnjúknum eftir 2 - 3 vikur. 

Horfa má á þáttinn hér.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert