Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir álögur á eldsneyti ótækar fyrir Íslendinga, að stórdregið hafi úr allri umferð landsmanna um landið og það muni auðvitað hafa sín áhrif. Aðhafist stjórnvöld ekkert í málinu muni það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir marga þjónustuaðila sem treysta á komu innlendra ferðamanna. Hafa landsmenn tök á því að ferðast í sumar?