Hverjir eru heimildarmenn OECD?

Ólína Þorvarðardóttir.
Ólína Þorvarðardóttir.

Ólína Þorvarðardóttir þingmaður Samfylkingar veltir þeirri spurningu í bloggi sínu í dag hver það sé raunverulega sem segi að ekki megi hrófla við kvótakerfinu en fjölmiðlar hafi í gær sagt að OECD hafi kveðið upp úrskurð sinn.

„Öllum láðist fjölmiðlum landsins þó að geta þess hverjir eru heimildarmenn þessa stóradóms um kvótakerfið. Það eru ekki síst þeir Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við HÍ sem lagst hefur í harðar áróðursferðir með LÍU undanfarin misseri og Daði Már Kristófersson, einn höfunda hagfræðiúttektarinnar um kvótafrumvarp Jóns Bjarnasonar...“ skrifar Ólína á bloggsíðu sinni.

Einnig segir hún að athyglisvert sé að fulltrúar LÍU hafi að undanförnu verið að kaupa sig inní rannsókna og fræðastarf háskólanna. Nú þegar borgi samtökin starf sérfræðings í auðlindarétti við lagastofnun Háskóla Íslands með 7,5 milljóna framlagi árlega.

Þá hafi LÍU gert þriggja ára samning við Háskólann á Akureyri árið 2007 um styrk til menntunar og rannsókna í sjávarútvegsfræðum um 45 milljóna króna. 

Í samningnum sé það tekið skýrt fram að sérstaklega verði horft til viðhorfs og þarfa atvinnugreinarinnar. 

Bloggsíða Ólínu Þorvarðardóttur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka