Fréttaskýring: Ísland ökumaðurinn á vegi samningsviðræðna

Viðhorf framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til inngöngu Íslands í sambandið voru rædd …
Viðhorf framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til inngöngu Íslands í sambandið voru rædd á fundi í Háskóla Íslands í gær. reuters

Eig­in­leg­ar aðild­ar­viðræður Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins hefjast næst­kom­andi mánu­dag, 27. júní. Þá lýk­ur jafn­framt form­lega rýni­vinnu sem hófst í nóv­em­ber á síðasta ári.

Rýni­vinn­an fólst í ná­kvæmri grein­ingu á lög­gjöf ESB sem Ísland þarf að gang­ast und­ir. Vinn­unni var ætlað að varpa ljósi á það hversu reiðubúið landið er, í hverj­um mála­flokki fyr­ir sig, til að ganga í sam­bandið. Þegar hinar eig­in­legu viðræður hefjast munu samn­inga­nefnd­ir ESB og Íslands fara ná­kvæm­lega í gegn­um hvern samn­ingskafla fyr­ir sig í aðild­ar­samn­ingn­um. Samn­ingskafl­arn­ir eru 33 tals­ins í jafn­mörg­um mála­flokk­um.

Viðhorf fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins til inn­göngu Íslands voru til umræðu á há­deg­is­fundi sem fór fram í gær á veg­um Rann­sókn­ar­set­urs um smáríki og sendi­nefnd­ar ESB á Íslandi. Al­ex­andra Cas Granje, sviðsstjóri stækk­un­ar­stofu ESB, flutti þar er­indi. Hún er yf­ir­maður þeirr­ar skrif­stofu sem fer með aðild­ar­viðræður ESB við Ísland, Króa­tíu, fyrr­um Júgó­slavíu­lýðveldið Makedón­íu og Tyrk­land.

Granje sagði að stjórn­völd á Íslandi mundu al­gjör­lega ráða því hversu lang­an tíma inn­töku­ferlið tæki. Ísland væri bíl­stjór­inn og réði al­gjör­lega hraðanum. Hún sagði jafn­framt und­an­gengna rýni­vinnu sanna að Ísland væri í al­gjör­um sér­flokki miðað við önn­ur ríki sem ný­lega hefðu gengið í Evr­ópu­sam­bandið þar sem Ísland upp­fyllti þegar vel flest skil­yrði sem sam­bandið setti ríkj­um sem vildu inn­göngu. Í máli Granje kom fram að nú væri ljóst að þrjá mála­flokka vænt­an­legs aðild­ar­samn­ings þyrfti að skoða sér­stak­lega vel. Það væru land­búnaðar­mál, sjáv­ar­út­vegs­mál og um­hverf­is­mál. Það síðast­nefnda vegna hval­veiða Íslend­inga sem Granje seg­ir á eng­an hátt sam­ræm­ast stefnu ESB.

Sjáv­ar­út­veg­sóvissa

Þá voru enn frem­ur nokk­ur atriði sem Granje taldi geta hægt á inn­göngu­ferl­inu. Til dæm­is þyrfti Ísland að sjá til þess með full­nægj­andi hætti að regl­um ESB um fjár­mála­markaði yrði fram­fylgt í land­inu. Þá þyrfti sér­stak­lega að skoða fjár­magns­flæði í ljósi gild­andi gjald­eyr­is­hafta. Og enn kom Ices­a­ve til umræðu. Mögu­lega þyrfti far­sæll end­ir að koma til á þeirri langþreyttu deilu milli Íslend­inga, Breta og Hol­lend­inga. Loks gætu milli­ríkja­deil­ur um mak­ríl­veiðar haft ein­hver áhrif.

Fyr­ir­mynda­ríkið Ísland

Á Íslandi stæði lýðræði og jafn­rétti traust­um fót­um, hér væri virt rétt­ar­ríki og til­tölu­lega lít­il spill­ing.

En þá stend­ur eft­ir spurn­ing­in: Ef lífs­kjör eru svona góð á Íslandi af hverju ætt­um við þá að ganga í Evr­ópu­sam­bandið? Granje full­yrðir að með inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið muni Ísland öðlast sterk­ari rödd inn­an alþjóðasam­fé­lags­ins auk þess að taka bein­an þátt í ákv­arðana­töku inn­an sam­bands­ins. Þá muni upp­taka evru styrkja efna­hag lands­ins.

Granje seg­ir fram­kvæmda­stjórn ESB al­mennt mjög já­kvæða í garð inn­göngu Íslands í sam­bandið. Ekki voru all­ir jafn sátt­ir á fund­in­um en við upp­haf fyr­ir­lest­urs Granje rudd­ist æst­ur mót­mæl­andi inn og hrópaði ókvæðisorð um hugs­an­lega inn­göngu Íslands Í ESB.

Má fresta

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka