Miklar hækkanir

Afurðastöðvaverð til bænda hækkar um 3,25 krónur á hvern lítra …
Afurðastöðvaverð til bænda hækkar um 3,25 krónur á hvern lítra mjólkur.

„Þetta eru mikl­ar hækk­an­ir og ekki hægt að rekja þær til launa­hækk­ana. Þetta eru svo háar pró­sentu­hækk­an­ir að það er ekki hægt að skýra þær með launa­hækk­un­um vegna kjara­samn­ing­anna,“ seg­ir Henný Hinz, hag­fræðing­ur hjá ASÍ, um hækk­an­ir á mjólk­ur­vör­um 1. júlí.

„Menn hafa von­ast eft­ir því að það yrði sátt um að halda aft­ur af verðhækk­un­um, þannig að hér gæti orðið þokka­leg­ur stöðug­leiki. Þetta er þvert á það,“ seg­ir Henný. 

Verðlags­nefnd búvara hef­ur ákveðið að hækka heild­sölu­verð á mjólk og mjólk­ur­vör­um um 4,25% um næstu mánaðamót. Smjör hækk­ar enn meira eða um 6,7% og mjólk­ur­duft til iðnaðar um 6%.

Henný seg­ir að þess­ar fregn­ir af verðhækk­un á mjólk­ur­vör­um ýti und­ir verðbólgu­vænt­ing­ar, sem sé áhyggju­efni.

„Ein af for­send­um þess að hægt sé að hafa hér hóf­lega verðbólgu og tryggja að kjara­samn­ing­arn­ir skili ein­hverju, er samstaða um að menn fari ekki þessa leið held­ur leiti annarra leiða. það hef­ur því miður ekki gengið allt of vel,“ seg­ir hún. 

ASÍ og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins staðfestu í gær gild­is­tíma nýju kjara­samn­ing­anna til næstu þriggja ára. Al­menn­ar launa­hækk­an­ir á öllu því tíma­bili verða 11,4% en lág­marks­laun hækka meiri eða 23,6%.

Hag­stof­an birt­ir vísi­tölu neyslu­verðs fyr­ir júní­mánuð næst­kom­andi mánu­dag. Verðbólgu­mæl­ing­ar á sein­ustu mánuðum hafa sýnt að verðbólg­an hef­ur farið hratt upp á við.  Henný seg­ir ekki út­lit fyr­ir að breyt­ing verði þar á í þess­um mánuði. Hækk­an­irn­ar skerði kaup­mátt launa og þetta séu ekki þær for­send­ur sem menn lögðu upp með við gerð kjara­samn­ing­anna. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert