Fasteignamat hækkar um 6,8%

mbl.is/ÞÖK

Heild­armat fast­eigna á land­inu öllu hækk­ar um 6,8% í nýju fast­eigna­mati fyr­ir árið 2012 og verður tæp­lega 4.400 millj­arðar króna. Heild­armat íbúðar­hús­næðis á land­inu öllu hækk­ar um 9% og verður tæp­lega 2.900 millj­arðar króna.

Breyt­ing á fast­eigna­mat­inu frá nú­gild­andi mati er mis­mik­il eft­ir lands­svæðum og jafn­vel eft­ir hverf­um inn­an sama lands­svæðis.

Mat íbúðar­hús­næðis 2012 bygg­ist á yfir 34.000 kaup­samn­ing­um frá júlí 2005 til apríl 2011. Fast­eigna­markaður­inn er greini­lega að taka við sér á ný eft­ir hrun. Til marks um það er að um 800 kaup­samn­ing­ar voru gerðir á fyrsta árs­fjórðungi 2009, um 1.000 á fyrsta árs­fjórðungi 2010 og um 1.300 á fyrsta árs­fjórðungi 2011. Líf­legri fast­eigna­markaður styrk­ir grunn fast­eigna­mats­ins.

Alls eru skráðar tæp­lega 125.000 íbúðir á Íslandi. Sam­an­lagt fast­eigna­mat þeirra er um 2.600 millj­arðar króna en verður um 2.850 millj­arðar króna sam­kvæmt mati árs­ins 2012. Hækk­ar með öðrum orðum um 9%. Fast­eigna­mat á um 120.000 íbúðum hækk­ar (96% íbúðar­hús­næðis í land­inu), mat á um 4.500 íbúðum lækk­ar en mat á um 550 íbúðum er óbreytt.

Hækk­ar mest á Norður­landi vestra en minnst á Aust­ur­landi

Heild­arfa­st­eigna­mat á höfuðborg­ar­svæðinu hækk­ar um 6,3%. Mesta hækk­un á land­inu er á Norður­landi vestra (11,9%) en minnsta hækk­un­in er á Aust­ur­landi (2,8%). Hækk­un fast­eigna­mats í öðrum lands­hlut­um er sem hér seg­ir: Suður­nes (4,3%), Vest­ur­land (9,6%), Vest­f­irðir (9,9%), Norður­land eystra (9,4%) og Suður­land (9,9%).

Í frétta­til­kynn­ingu er eru nefnd nokk­ur dæmi um breyt­ing­ar á fast­eigna­mati. Fast­eigna­verð íbúða í grón­um hverf­um Reykja­vík­ur hækk­ar að jafnaði um­fram meðaltal, mest í Vest­ur­bæn­um vest­an Bræðra­borg­ar­stígs (14,9%) og í Hlíðum (9,4%). Mat fast­eigna hækk­ar minna en sem nem­ur meðaltali í hverf­um þar sem mikið var af hálf­byggðum hús­um og óseld­um eign­um eft­ir hrunið 2008. Það á til dæm­is við um Úlfarsár­dal (4,5%) og Kór­a­hverfið í Kópa­vogi (4,2%). Í Akra­hverfi í Garðabæ lækk­ar fast­eigna­matið lít­il­lega eða um 0,2%.

Hér geta eig­end­ur fast­eigna skoðað mat fyr­ir hús­næði sitt.

Fast­eigna­mat íbúðar­húsa á jörðum og ann­ars íbúðar­hús­næðis í dreif­býli breyt­ist yf­ir­leitt mun meira en mat á öðrum eign­um árið 2012. Það staf­ar meðal ann­ars af því að aðferðir við mat á þess­um eign­um voru veru­lega end­ur­bætt­ar og þar með má segja að matsaðferðir fyr­ir allt íbúðar­hús­næði á land­inu hafi nú verið end­ur­skoðaðar í sam­ræmi við lög­in sem tóku gildi 2009. Meðal ann­ars vegna þessa er hlut­falls­leg hækk­un fast­eigna­mats íbúðar­hús­næðis mun meiri í til­tekn­um sveit­ar­fé­lög­um í dreif­býli en í öðrum. Dæmi um þetta er Helga­fells­sveit (72,6%), Ása­hrepp­ur (47%), Húna­vatns­hrepp­ur (28,6%) og Súðavík­ur­hrepp­ur (21,1%).

Í frétta­til­kynn­ingu kem­ur fram að lög kveða á um að fast­eigna­mat á hverj­um tíma skuli end­ur­spegla markaðsverðmæti (staðgreiðslu­verð) fast­eign­ar. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert