Hávarður leggur af stað

Daníel Jakobson bæjarstjori og Hávarður Tryggvason á Silfurtorgi á Ísafirði.
Daníel Jakobson bæjarstjori og Hávarður Tryggvason á Silfurtorgi á Ísafirði. mbl.is

Hjólagarpurinn Hávarður Tryggvason lagði af stað í hjólreiðaferð í um Vestfirði í gær til styrktar Grensásdeild en það er hluti af átakinu,, Á rás fyrir Grensás.'' Hávarður mun hjóla tæplega 700 kílómetra vegalengd og þar af 5.000 metra í hækkanir yfir fjallvegi.

Hávarður lagði af stað frá Ísafirði og kvaddi Daníel Jakobsson bæjarstjóri hann á Silfurtorgi. Mun hann hjóla vestur yfir heiðar, í gegnum Bíldudal og Patreksfjörð, Flókalund, innfirði Breiðafjarðar, Steinadalsheiði, Hólmavík og Ísafjarðardjúp aftur til Ísafjarðar. 

Þeim sem vilja heita á Hávarð er bent á heimasíðu Grensásdeildar www.grensas.is eða á söfnunarreikning átaksins reikningsnúmer 311-26-3110, kt. 670406-1210.


 
 
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert