Húsið „andar frá sér völdum“

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/ÞÖK

Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, vill að OR fari aftur til upprunans, þegar veiturnar voru vel reknar og fóru ekki um víðan völl. Þær hafi vitað til hvers var ætlast af þeim og fóru varlega með fé almennings. Hann sagði að OR ætti við ákveðinn ímyndarvanda að etja og að svo virðist sem hún hafi undanfarin ár ekki alveg vitað hvert hlutverk hennar væri.

Bjarni sagði OR vera veitufyrirtæki og að grunnstarfsemi hennar vera að afla vatns og rafmagns og veita því til almennings. Orkuveitan sé ekki hátæknifyrirtæki. Vel rekið fyrirtæki nýti vissulega hátæknilausnir, en það sé ekki sami hlutur. OR sé ekki fjárfestingarfélag í verkefnum erlendis, ekki háskóli, ráðgjafarstofa í verkfræði og jarðvísindum og ekki valdastofnun. Sagði hann að höfuðstöðvar Orkuveitunnar að Bæjarhálsi 1 „andi frá sér völdum“ og gæti allt eins verið húsnæði ráðherranefndarinnar í Brussel.

Þessu tengt, en einnig sem hluti af hagræðingarðgerðum í rekstri fyrirtækisins, stendur til að selja ýmsar eignir OR og sagði Bjarni að allar eignir, sem ekki væru tekjumyndandi og væru ekki hluti af grunnstarfsemi fyrirtækisins væru í raun til sölu. Þar á meðal eru höfuðstöðvarnar sjálfar, Perlan og ýmsar fasteignir í eigu OR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert