Húsið „andar frá sér völdum“

Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur mbl.is/ÞÖK

Bjarni Bjarna­son, for­stjóri Orku­veitu Reykja­vík­ur, vill að OR fari aft­ur til upp­run­ans, þegar veiturn­ar voru vel rekn­ar og fóru ekki um víðan völl. Þær hafi vitað til hvers var ætl­ast af þeim og fóru var­lega með fé al­menn­ings. Hann sagði að OR ætti við ákveðinn ímynd­ar­vanda að etja og að svo virðist sem hún hafi und­an­far­in ár ekki al­veg vitað hvert hlut­verk henn­ar væri.

Bjarni sagði OR vera veitu­fyr­ir­tæki og að grunn­starf­semi henn­ar vera að afla vatns og raf­magns og veita því til al­menn­ings. Orku­veit­an sé ekki há­tæknifyr­ir­tæki. Vel rekið fyr­ir­tæki nýti vissu­lega há­tækni­lausn­ir, en það sé ekki sami hlut­ur. OR sé ekki fjár­fest­ing­ar­fé­lag í verk­efn­um er­lend­is, ekki há­skóli, ráðgjaf­ar­stofa í verk­fræði og jarðvís­ind­um og ekki valda­stofn­un. Sagði hann að höfuðstöðvar Orku­veit­unn­ar að Bæj­ar­hálsi 1 „andi frá sér völd­um“ og gæti allt eins verið hús­næði ráðherra­nefnd­ar­inn­ar í Brus­sel.

Þessu tengt, en einnig sem hluti af hagræðing­arðgerðum í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins, stend­ur til að selja ýms­ar eign­ir OR og sagði Bjarni að all­ar eign­ir, sem ekki væru tekju­mynd­andi og væru ekki hluti af grunn­starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins væru í raun til sölu. Þar á meðal eru höfuðstöðvarn­ar sjálf­ar, Perl­an og ýms­ar fast­eign­ir í eigu OR.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert