Ný götumynd er risin úr ösku húsanna á horni Lækjargötu og Austurstrætis, fjórum árum eftir að þau eyðilögðust í stórbruna. Eldarnir loguðu enn í hjarta miðborgarinnar á síðasta vetrardegi 2007 þegar því var lýst yfir að húsin yrðu endurreist í upprunalegri mynd á tveimur árum.
Það dróst hins vegar á langinn og þegar við bættist hálfklárað tónlistarhúsið auk yfirgefins verslunarhúsnæðis á Laugavegi varð yfirbragð miðborgarinnar heldur dapurlegt um langt skeið. En í dag, fjórum árum síðar, er loks búið að græða brunasárið og líf farið að færast í nýju húsin sem auk Hörpunnar setja sannarlega setja svip sinn á nágrennið.
Eigendur veitingastaðanna HaPP og Grillmarkaðarins, sem opna í nýju húsunum, segjast hæstánaægðir með uppbyggingu reitsins og það sama má segja um vegfarendur sem teknir voru tali.