Sárið í hjarta Reykjavíkur gróið

00:00
00:00

Ný götu­mynd er ris­in úr ösku hús­anna á horni Lækj­ar­götu og Aust­ur­stræt­is, fjór­um árum eft­ir að þau eyðilögðust í stór­bruna. Eld­arn­ir loguðu enn í hjarta miðborg­ar­inn­ar á síðasta vetr­ar­degi 2007 þegar því var lýst yfir að hús­in yrðu end­ur­reist í upp­runa­legri mynd á tveim­ur árum.

Það dróst hins veg­ar á lang­inn og þegar við bætt­ist hálf­klárað tón­list­ar­húsið auk yf­ir­gef­ins versl­un­ar­hús­næðis á Lauga­vegi varð yf­ir­bragð miðborg­ar­inn­ar held­ur dap­ur­legt um langt skeið. En í dag, fjór­um árum síðar, er loks búið að græða bruna­sárið og líf farið að fær­ast í nýju hús­in sem auk Hörp­unn­ar setja sann­ar­lega setja svip sinn á ná­grennið.

Eig­end­ur veit­ingastaðanna HaPP og Grill­markaðar­ins, sem opna í nýju hús­un­um, segj­ast hæstána­ægðir með upp­bygg­ingu reits­ins og það sama má segja um veg­far­end­ur sem tekn­ir voru tali.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert