Olíufélögin lækka verðið

mbl.is/Kristinn

Orkan, N1 og Olís hafa auk Atlantsolíu lækkað verð á eldsneyti um þrjár krónur. Hjá N1 kostar nú lítrinn af bensíni 232,8 kr. Sama verð er á dísilolíunni. Hjá Olís er algengasta verðið 232,9 kr á bensíni og er dísilolían einni krónu dýrari.

Hjá Orkunni kostar bensínið nú 232,6 krónur í sjálfsafgreiðslu og er dísilolían 10 aurum ódýrari. Hjá Atlantsolíu er sama verð á bensíni og dísilolíu, eða 232,7 kr.

Hjá Shell kostar bensínið enn 236,3 krónur í sjálfsafgreiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert