Útlit fyrir áframhaldandi kuldatíð á Norðausturlandi

Kalt verður áfram á Norðausturlandi.
Kalt verður áfram á Norðausturlandi.

„Eins og spáin er núna held ég að það verði áframhaldandi norðaustanátt og það verði ekkert lát á því,“ segir Trausti Jónsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Í færslu á vefsvæði hans kemur einnig fram að hryggur yfir Grænlandi sé líklegur til að viðhalda norðlægri átt í háloftunum eitthvað áfram.

Einna kaldast er veður á Norðausturlandi og samkvæmt langtímaspá á norska veðurvefnum yr.no eiga íbúar þar ekki von á góðu. Þegar litið er til Norður-Múlasýslu verður hiti ágætur í dag og á morgun en um helgina kólnar og í næstu viku fer hiti varla upp fyrir tvær gráður. Steininn tekur úr fimmtudaginn 30. júní en þann dag er spáð snjókomu allan sólarhringinn, hiti fer ekki upp fyrir frostmark og á hádegi verður tveggja gráða frost.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert