Illa ígrundaðar sorpreglur

Gildistöku skrefareglunnar hefur verið frestað þar til í ágúst.
Gildistöku skrefareglunnar hefur verið frestað þar til í ágúst. Þorkell Þorkelsson

Ákveðið hefur verið að frestar gildistöku skrefareglunnar svokölluðu þar til í ágúst. Reglan kveður á um aukalegt gjald vegna sorptunna sem standa lengra en 15 metra frá götu.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að ástæðan sé  sú að borgarlögmaður telur kostnaðarútreikninga ekki uppfylla kröfur sem gera verði til rökstuðnings fyrir þjónustugjaldi. Reglurnar gerðu ráð fyrir 4.800 króna ársgjaldi ef sorptunnur standa lengra en 15 metra frá götu. Nú er verið að ákvarða gjaldið upp á nýtt og meðal annars þarf að finna hver raunveruleg meðalfjarlægð sorpíláta í Reykjavík er frá sorpbíl.

Reykjavíkurborg er skylt að sækja heimilisúrgang á hvert heimili innan borgarmarkanna. Borgarbúar eiga því ekki að þurfa að sækja sérstaklega um losun sorpíláta sem standa lengra en 15 metra frá sorpbíl. Þetta er meðal þess sem kemur fram í svari borgarlögmanns við fyrirspurn Mörtu Guðjónsdóttur, varaborgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um nýjar verklagsreglur í sorphirðumálum borgarinnar.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert