Rúður brotnar í biskupsbústað

Unnið er að því að skipta um rúður.
Unnið er að því að skipta um rúður. mbl.is/Árni Sæberg

Fimmtán rúður voru brotnar í bústað kaþókska biskupsins í Landakoti í nótt. Lögreglan var kölluð á staðinn um tvöleytið og handtók karlmann á staðnum sem viðurkenndi verknaðinn.

Málið telst upplýst, að sögn lögreglu höfuðborgarsvæðisins.

Fréttastofa RÚV greinir frá því að verknaðurinn tengdist umfjöllun fjölmiðla um meint kynferðisbrot í Landakotsskóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert