Töluðu til álfa degi fyrir óhapp

Frá Bolungarvík.
Frá Bolungarvík. mbl.is/Árni Sæberg

Starfsmenn Ósafls í Bolungarvík voru í vandræðum með vélar í vikunni, tvær voru bilaðar á þriðjudag og á miðvikudag biluðu tvær til viðbótar.

Í gær varð svo það óhapp að sprenging í efnisnámu í hlíð Traðarhyrnu mistókst, svo grjóti rigndi yfir fjórar íbúðagötur í bænum.

Í Morgunblaðinu í dag telur Vigdís Kristín Steinþórsdóttir, að álfar í fjallinu hafi reiðst vegna jarðrasks við gerð Óshlíðarganga og telur mögulegt að óhappið megi rekja til þeirra.

Í fyrradag var fundur með verktökum og sjáendum, þar sem sóknarprestur Bolungarvíkur, Agnes Sigurðardóttir, flutti bæn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert