„Hurðinni skellt á okkur“

mbl.is / Ólafur Örn Nielsen

„Það virt­ist vera ágæt­is gang­ur í þessu í gær en svo allt í einu var hurðinni skellt á okk­ur og það var sama sag­an í morg­un,“ seg­ir Kjart­an Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna, í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir að þessi breyt­ing hafi orðið í kjaraviðræðum flug­manna og Icelanda­ir í kjöl­far þeirra um­mæla Katrín­ar Júlí­us­dótt­ir, ráðherra ferðamála, að til þess gæti komið að sett yrðu lög á kjara­deil­una.

Boðað yf­ir­vinnu­bann flug­manna tók gildi klukk­an tvö í gær og hafa sex flug á morg­un og önn­ur sex á mánu­dag­inn verið felld niður vegna þess. Nokkuð sem talið er að muni hafa áhrif á á annað þúsund farþega. Sam­tök ferðaþjón­ust­unn­ar hafa harðlega gagn­rýn yf­ir­vinnu­bannið og sagt að það muni stórskaða ferðaþjón­ust­una.

„Við mæt­um í vinn­una okk­ar og mæt­um á vara­vakt­irn­ar þannig að öll flug sem felld eru niður falla niður vegna þess að það er ekki til næg­ur mann­skap­ur og það var aldrei til mann­skap­ur í þessi flug,“ seg­ir Kjart­an. Hann seg­ir að þau flug sem felld séu niður séu flug þar sem flug­menn hefðu þurft að sinna á frí­dög­un­um sín­um.

Strand­ar á öllu

Kjart­an seg­ir aðspurður að í augna­blik­inu strandi kjaraviðræðurn­ar í raun á öllu. „Þegar allt fór í strand í gær var akkúrat verið að ræða þetta sveiflu­jöfn­un­ar­mál, það er að reyna að halda fleir­um inni yfir vet­ur­inn, og það var búið að vera að velta á milli ýms­um hug­mynd­um og mörg­um ágæt­um í þeim efn­um. Svo allt í einu er allt ómögu­legt.“

Aðspurður um fram­haldið seg­ir Kjart­an að það sé óljóst enda eng­inn nýr fund­ur verið boðaður. „En ég held að sátta­semj­ara beri að boða fund með viku milli­bili þannig að við verðum bara að sjá hvað líður langt þar til hann boðar ann­an fund.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert