Landsmót Fornbílaklúbbsins hafið á Selfossi

Fornbílar vekja ávallt athygli. Myndin er úr safni.
Fornbílar vekja ávallt athygli. Myndin er úr safni. mbl.is/Árni Sæberg

Landsmót Fornbílaklúbbs Íslands var sett á Selfossi í gærkvöldi í blíðskaparveðri. Fram kemur á vef félagsins að mótið hafi hafist með rúnti um Selfoss að mótsstað.

Alls hafi um 160 bílar tekið þátt í rúntinum og þar með hafi eldri met verið slegin. Þá segir að tvöfalt fleiri gestir gisti nú í bænum í tengslum við hátíðina og segja forsvarsmenn mótsins að aldrei hafi eins margir bílar verið yfir nóttina á svæðinu.

Í dag verður bílasýning við Gesthús. Þar verður bílakynning og markaður með handverk. 

Á morgun verða svo Delludagar á Selfossi á vegum bílaklúbba á Selfossi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert