Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók ungan mann í Bankastræti nú í kvöld, en maðurinn hafði verið að ógna vegfarendum á Laugavegi og Skólavörðustíg.
Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi og gistir hann nú í fangageymslu.