Svört staða á bráðadeild

Á slysa- og bráðavakt Landspítalans í Fossvogi er í nógu …
Á slysa- og bráðavakt Landspítalans í Fossvogi er í nógu að snúast. mbl.is/Þorkell

Bráðadeild Landspítalans í Fossvogi starfar langtímum saman á „rauðu“ eða „svörtu“ álagsstigi samkvæmt nýjum mæli sem tekinn hefur verið í notkun á deildinni.

Læknar sem blaðamaður hefur rætt við, en vilja ekki láta nafns síns getið, segja þetta staðfestingu á því sem vitað hafi verið um nokkurn tíma, að ástandið á deildinni jaðri oft við glundroða og það sé bara tímaspursmál hvenær það kemur niður á heilsu sjúklinga. Þeir liggi þar á öllum göngum og starfsfólk sé á hlaupum við að anna álaginu. Kalla þeir svarta stigið „hamfarastigið“. Þeir kenna engu einu um, heldur niðurskurði og undirmönnun, sameiningu deilda og óviðráðanlegum straumi sjúklinga.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag staðfestir Elísabet Benedikz, yfirlæknir á bráðadeildinni, að mælirinn hafi verið tekinn í notkun á deildinni en leggur áherslu á að hann sé í þróun fyrir þessa tilteknu deild og ekki séu komnar neinar niðurstöður af mælingum hans um raunverulegt ástand deildarinnar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert