Umferðin gengur mjög vel

Umferð um Suðurlandsveg.
Umferð um Suðurlandsveg. mbl.is/Ómar

Um­ferð hef­ur verið þétt til Reykja­vík­ur eft­ir Suður­lands­vegi í dag, en að nán­ast öllu leyti gengið giftu­sam­lega fyr­ir sig. Að sögn lög­regl­unn­ar á Sel­fossi varð aðeins eitt minni­hátt­ar um­ferðaró­happ á Laug­ar­vatni, þar sem bíl­stjóri ók bíl sín­um á um­ferðar­skilti. Eng­inn meidd­ist.

Um­ferð hef­ur gengið mjög vel í bæ­inn af Vest­ur- og Norður­landi og hef­ur ekk­ert komið upp á henni tengt hjá lög­regl­unni á Akra­nesi, í Borg­ar­nesi, á Blönduósi, Sauðár­krók og Ak­ur­eyri.

Um­ferð hef­ur verið í meðallagi í gegn­um Húsa­vík og suma staði á aust­an­verðu land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert