59 flugmönnum sagt upp störfum

mbl.is/Frikki

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hafa 59 flug­menn fengið upp­sagn­ar­bréf í dag frá Icelanda­ir og 37 flug­stjór­um enn­frem­ur sagt upp stöðu sinni sem þýðir að þeir verða aðstoðarflug­menn.

Að sögn Guðjóns Arn­gríms­son­ar, upp­lýs­inga­full­trúa Icelanda­ir, er hér um að ræða flug­menn sem ráðnir voru til fyr­ir­tæk­is­ins í vor yfir sum­ar­tím­ann á þess­um for­send­um. Um ár­legt fyr­ir­komu­lag sé að ræða sem helg­ast af því að meira sé að gera yfir sum­ar­tím­ann en á öðrum tím­um árs­ins. Það sama eigi við um flug­stjór­ana sem verða aðstoðarflug­menn í lok sum­ars.

„Þetta er ein­fald­lega sá veru­leiki sem við þurf­um að búa við, að vera sagt upp alltaf síðsum­ars og síðan boðin aft­ur vinna að vori. Þetta er erfitt þegar þetta geng­ur svona í jafn mörg ár og raun ber vitni,“ seg­ir Kjart­an Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Fé­lags ís­lenskra at­vinnuflug­manna.

Hann seg­ir að sátt hafi verið um það hér áður að flug­menn væru sum­ar­starfs­menn í 2-3 ár en núna séu menn að detta út yfir vet­ur­inn sem hafi starfað hjá Icelanda­ir með þess­um hætti jafn­vel í 6-8 ár. „Menn sjá enga framtíð í þessu svona,“ seg­ir Kjart­an.

Hann seg­ir að yf­ir­stand­andi kjaraviðræður flug­manna og Icelanda­ir snú­ist meðal ann­ars um þessa árstíðarbundnu sveiflu. „Flug­menn gera sér vit­an­lega grein fyr­ir því að það er sveifla í þess­um bransa en við telj­um ein­fald­lega að hún sé alltof mik­il og menn þurfi að búa við þetta fyr­ir­komu­lag alltof lengi. Þetta erum við að reyna að laga.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert