Álag á læknum við hættumörk

Í niðurstöðum könnunar á starfsumhverfi starfsmanna Landspítala Háskólasjúkrahúss, sem birt var fyrr á þessu ári, kemur fram að allt að 75% almennra lækna sýni streitueinkenni, 90% þreytueinkenni og að 85% telji ólíklegt að þeir verði í vinnu á spítalanum eftir tvö ár. 

Valentínus Þór Valdimarsson, gjaldkeri Félags almennra lækna, segir lækna hér á landi búa við lakari kjör en læknar á hinum Norðurlöndunum og að algengt sé að læknar sem fari út í framhaldsnám snúi ekki heim aftur. Hann segir almenna lækna vilja leita allra leiða til að leysa úr vandanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert