Eftirlit á reiðhjólum

Hulda Guðmundsdóttir og Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir lögreglumenn að spjalla við …
Hulda Guðmundsdóttir og Svava Snæberg Hrafnkelsdóttir lögreglumenn að spjalla við krakka úr sumarskóla Hjallastefnunnar. mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Lög­regl­an nýt­ir reiðhjól við eft­ir­lits­störf í sum­ar og ræddu þær Hulda Guðmunds­dótt­ir og Svava Snæ­berg Hrafn­kels­dótt­ir, hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, við krakka í sum­arskóla Hjall­stefn­unn­ar á Aust­ur­velli í dag.

 Mark­miðið með reiðhjóla­eft­ir­lit­inu er að auka sýni­lega lög­gæslu í miðborg­inni þar sem fjölga á göt­um sem lokaðar verða fyr­ir bílaum­ferð. Reiðhjól­in eru þægi­leg til eft­ir­lits kom­ast auðveld­lega um í miðborg­inni. 

Um­ferð um hjóla­stíga á höfuðborg­ar­svæðinu hef­ur auk­ist mikið og hef­ur lög­regl­an aukið eft­ir­lit á þeim. Til að mynda eru marg­ir sem hjóla meðfram strönd­inni í Naut­hóls­vík á góðviðris­dög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert