Segir aðildarsamning ólíklegan á næstu árum

Hjörleifur Guttormsson, fyrrum ráðherra.
Hjörleifur Guttormsson, fyrrum ráðherra. mbl.is

„Fari svo að óbreyttu stjórnarsamstarfi að samningur takist milli milli Íslands og Evrópusambandsins kemst VG ekki undan því að bera á honum fulla pólitíska ábyrgð,“ segir Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og áhrifamaður innan Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, í pistli á bloggsíðu Vinstrivaktarinnar gegn ESB.

Hjörleifur segir að að óbreyttri stefnu VG í Evrópumálum, þ.e. að hagsmunum Íslands sé best borgið utan ESB, sé það „vart á annarra færi en lækna sem þekkja vel til geðklofa“ að útskýra hvernig flokkurinn geti borið ábyrgð á mögulegum aðildarsamningi við sambandið.

Hann segir að nú reyni á VG fyrir alvöru þar sem ekki verði hjá því komist „að taka afstöðu lið fyrir lið“ á meðan á samningaviðræðunum við ESB standi og bendir á að mótun samningsmarkmiða í einstökum málaflokkum í viðræðunum sé pólitískt viðfangsefni og þar hljóti ríkisstjórnarflokkarnir og einstök ráðuneyti að koma að málum á hverju stigi viðræðnanna.

„Svigrúm VG til undansláttar frá eigin samþykktum og forskrift utanríkismálanefndar Alþingis er ekki til staðar. Því verður að teljast afar ólíklegt að til verði á næstu árum aðildarsamningur Íslands og ESB,“ segir Hjörleifur.

Pistill Hjörleifs Guttormssonar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert