Sjávarútvegskaflanum lokað síðast

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra. mbl.is/Ómar

„Þetta veltur allt á sjávarútveginum. Ef þeir hlusta á rök okkar vandlega og samþykkja rök okkar þá gengur þetta hratt fyrir sig,“ sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, í samtali við Reuters-fréttaveituna í dag í tilefni af upphafi aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið.

Össur sagðist telja að samningar næðust en miðað við reynslu hans yrðu viðræðurnar um sjávarútvegsmálin erfiðar og gætu seinkað endanlegri niðurstöðu í þeim. „Ég geri ráð fyrir að sjávarútvegurinn verði síðasti kaflinn sem lokið verður við,“ hefur Reuters eftir honum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert