Slógu eigið Íslandsmet aftur

Arnar Þór Ragnarsson, skipstjóri.
Arnar Þór Ragnarsson, skipstjóri.

Áhöfnin á línubátnum Ragnari SF tókst um helgina að setja Íslandsmet í mestum afla smábáts í einni veiðiferð. Fyrra metið var sett fyrir um ári síðan og var einnig sett af bátnum sem og metið þar á undan.

Samtals landaði Ragnar SF 22,3 tonnum að þessu sinni og var þorskur þar af 21 tonn. Fyrra metið var hins vegar 21,3 tonn. Aflinn að þessu sinni var fenginn í Gerpisdýpi og er áætlað að aflaverðmætið sé um 6 milljónir króna. Veiðiferðin stóð í um 21 klukkustund.

Aðspurður segir Arnar Þór Ragnarsson, skipstjóri á Ragnari SF, að það sé gaman að því þegar vel fiski. „Þetta er alltaf gaman þegar allt gengur vel,“ segir hann í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert