Söguleg stund fyrir Ísland

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra á blaðamannafundi í Brussel í dag.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra á blaðamannafundi í Brussel í dag. Reuters

Össur Skarp­héðins­son, ut­an­rík­is­ráðherra, seg­ir upp­haf form­legra aðild­ar­viðræðna Íslend­inga við Evr­ópu­sam­bandið sögu­lega stund. Þetta kom fram á blaðamanna­fundi í Brus­sel í dag.

Viðræður dags­ins snér­ust um fjóra kafla samn­ings­ins en þeir fjalla um op­in­ber inn­kaup, upp­lýs­inga­tækni og fjöl­miðla, vís­indi og rann­sókn­ir og mennt­un og menn­ingu.

Á blaðamanna­fund­in­um í Brus­sel sagðist Össur von­ast til þess að viðræður um helm­ing samn­ings­ins fari fram í ár, þar á meðal þá kafla sem eru afar þýðing­ar­mikl­ir fyr­ir Ísland: land­búnað og sjáv­ar­út­veg. Stefnt sé að því að ljúka viðræðum á næsta ári.

Hart var deilt um veiðar á mak­ríl á síðasta ári og sagði Össur á fund­in­um í dag að sjáv­ar­út­vegsum­ræðan verði erfið. Þetta sé í fyrsta skipti sem Evr­ópu­sam­bandið sé í aðild­ar­viðræðum við ríki sem setji sjáv­ar­út­veg á odd­inn.

Meðal þess sem rætt var á blaðamanna­fund­in­um var Ices­a­ve-deila Íslend­inga við Hol­lend­inga og Breta og hvaða áhrif hún gæti haft á aðild­ar­um­sókn Íslands.

Össur seg­ir að Ices­a­ve-deil­an hafi gert Íslend­inga and­snúna aðild að ESB en það sé hins veg­ar niðurstaða viðræðna um sjáv­ar­út­vegs­mál sem ís­lenska þjóðin bíði eft­ir.

Á fyrsta samn­inga­fundi Íslands og Evr­ópu­sam­bands­ins í dag náðist sá áfangi að af fjór­um köfl­um sem opnaðir voru á fund­in­um var tveim­ur lokið.

Á fund­in­um lýsti Össur Skarp­héðins­son ut­an­rík­is­ráðherra ein­dregn­um vilja Íslend­inga til að samn­ingskafl­ar um fisk­veiðar og land­búnað yrðu opnaðir sem allra fyrst. Hann kvaðst jafn­framt fyr­ir Íslands hönd reiðubú­inn til að opna helm­ing þeirra kafla sem eft­ir eru í for­mennskutíð Pól­verja, sem taka við um næstu mánaðamót, og af­gang­inn í for­mennsku Dana, sem hefst um ára­mót, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Ríkjaráðstefn­an í dag markaði upp­haf efn­is­legra aðild­ar­viðræðna Íslands við ESB. Ráðstefn­una ávörpuðu einnig Janos Mart­onyi ut­an­rík­is­ráðherra Ung­verja­lands en Ung­verj­ar fara með for­mennsku í ESB, og Stef­an Füle stækk­un­ar­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins.

Ein­dreg­inn stuðning­ur allr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar

Í ræðu sinni fagnaði ut­an­rík­is­ráðherra þess­um áfanga, lýsti ein­beitt­um stuðningi ís­lensku rík­is­stjórn­ar­inn­ar við viðræðurn­ar og þeim skýra meiri­hluta­vilja ís­lensku þjóðar­inn­ar að fá að kjósa um aðild­ar­samn­ing í þjóðar­at­kvæðagreiðslu þegar viðræðum lýk­ur.

Ráðherra lagði áherslu á hversu vel ferlið hefði gengið hingað til og nauðsyn þess að nýta vel þann skriðþunga sem náðst hef­ur í viðræðunum. Stef­an Füle stækk­un­ar­stjóri ESB tók und­ir þau viðhorf að gott væri að hefja samn­inga um sem flesta kafla fyrr en síðar, þar á meðal um land­búnað og sjáv­ar­út­veg.

Full­trúi Pól­verja sem taka við for­mennsku í Evr­ópu­sam­band­inu um næstu mánaðamót lýsti vilja þeirra til að opna sem flesta kafla í þeirra for­mennskutíð.

Í dag var ákveðið að ljúka viðræðum um vís­indi og rann­sókn­ir  og   mennt­un og menn­ingu ( þar sem efni þeirra hef­ur þegar verið tekið upp í ís­lensk lög. Í hinum tveim­ur köfl­un­um um op­in­ber útboð og upp­lýs­inga­sam­fé­lagið og fjöl­miðla kom fram í samn­ingsaf­stöðu Evr­ópu­sam­bands­ins að Ísland yrði að ljúka inn­leiðingu laga­setn­ing­ar sem er hluti af skuld­bind­ing­um sam­kvæmt EES-samn­ingn­um en hef­ur ekki enn komið til fram­kvæmda, áður en þeim verður lokað.

„Í ávarpi sínu minnti ut­an­rík­is­ráðherra á að rétt tvö ár væru liðin frá því að Alþingi samþykkti að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Hann fagnaði þeim ár­angri að viðræður um fyrstu fjóra samn­ingskafl­anna væru hafn­ar og að tveim­ur köfl­um, um vís­indi og rann­sókn­ir og um mennt­un og menn­ingu, væri þegar lokið.

Á þess­um tveim­ur mik­il­vægu sviðum hefðu Íslend­ing­ar þegar notið góðs af nánu sam­starfi við Evr­ópu­sam­bands­rík­in og þannig hefðu ís­lensk­ir náms­menn og kenn­ar­ar, vís­inda­menn og lista­menn um langt ára­bil tekið virk­an þátt í áætl­un­um ESB á sviði vís­inda, rann­sókna, mennta, menn­ing­ar og æsku­lýðssam­starfs.
Ráðherra sagði Íslend­inga koma vel und­ir­búna að samn­inga­borðinu. Rýni­vinna síðustu sjö mánaða, þar sem lög­gjöf Íslands og ESB var bor­in sam­an, hefði staðfest að Ísland upp­fyllti stór­an hluta lög­gjaf­ar ESB í gegn­um aðild að EES og Schengen. Um leið hefði skiln­ing­ur auk­ist hjá samn­ingsaðilum á þeim sviðum þar sem ljóst er lög­gjöf er frá­brugðin s.s. í sjáv­ar­út­vegi, land­búnaði, um­hverf­is­mál­um o.fl.

Samn­ingaviðræðurn­ar sem nú fara í hönd munu snú­ast um ein­staka samn­ingskafla lög­gjaf­ar ESB sem eru 35 tals­ins. Samn­inga­nefnd Íslands og samn­inga­hóp­ar sem í sitja full­trú­ar stjórn­sýslu, helstu hags­muna­hópa og fé­laga­sam­taka móta samn­ingsaf­stöðu Íslands í ein­stök­um mál­um í sam­ræmi við samn­ings­mark­mið Alþing­is. Næsta ríkjaráðstefna Íslands og ESB er ráðgerð í októ­ber næst­kom­andi," seg­ir í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­i­ráðuneyt­inu.

Össur ásamt utanríkisráðherra Ungverjalands, Janos Martonyi og stækkunarstjóra ESB, Stefan …
Össur ásamt ut­an­rík­is­ráðherra Ung­verja­lands, Janos Mart­onyi og stækk­un­ar­stjóra ESB, Stef­an Füle. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert