Fjórir aftur í kjöri um Skálholt

Skálholtskirkja.
Skálholtskirkja.

Fjór­ir prest­ar hafa skilað inn til­nefn­ing­um fyr­ir kjör til vígslu­bisk­ups í Skál­holti, sem varð að end­ur­taka þar sem fyrri kosn­ing­ar voru dæmd­ar ógild­ar. Um­sækj­end­ur eru hinir sömu og áður, að því und­an­skildu að Karl V. Matth­ías­son sæk­ir ekki um að nýju.

Um­sækj­end­urn­ir fjór­ir eru séra Agnes M. Sig­urðardótt­ir, sókn­ar­prest­ur í Bol­ung­ar­vík og pró­fast­ur í Vest­fjarðapró­fasts­dæmi, sr. Kristján Val­ur Ing­ólfs­son, verk­efn­is­stjóri helgisiða og prest­ur á Þing­völl­um, Sigrún Óskars­dótt­ir, prest­ur í Árbæj­ar­kirkju, og Jón Dal­bú Hró­bjarts­son, pró­fast­ur í Reykja­vík­ur­pró­fasts­dæmi vestra.

Ekki náðist í Stein­unni Arnþrúði Björns­dótt­ur, upp­lýs­inga­full­trúa Bisk­ups­stofu, en á vef Bæj­ar­ins besta kem­ur fram að kjör­gögn fyr­ir kosn­ing­una hafi verið send út í dag en frest­ur til að skila inn at­kvæðum renn­ur út 28. júlí nk.

Sigrún Óskars­dótt­ir hlaut flest at­kvæði í kosn­ing­un­um sem fóru fram í mars, en eitt at­kvæði skildi á milli Agnes­ar og Jóns Dal­bú í fyrri um­ferð kosn­ing­ar­inn­ar. Séra Agnes kærði kosn­ing­una þegar í ljós kom að tvö at­kvæði voru póst­stimpluð þrem­ur dög­um eft­ir að aug­lýst­ur skila­fresti rann út. Í fram­hald­inu úr­sk­urðaði yfir­kjör­stjórn kosn­ing­una ógilda og kjör­stjórn Þjóðkirkj­unn­ar sagði af sér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert