Flugmenn enn á fundi

Flugmenn að störfum. Mynd úr safni og tengist ekki efni …
Flugmenn að störfum. Mynd úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar beint.

Samninganefndir Icelandair og flugmanna eru enn á fundi í húsakynnum ríkissáttasemjara og hafa verið síðan um hádegi. Kjartan Jónsson, formaður FÍA, hefur ekki fengið fregnir af gangi mála en það sé alltaf góðs viti að menn haldi viðræðum áfram.

Kjartan segist lítið hafa þokast í viðræðunum í gær, en þeim lauk um kl. 23 í gærkvöldi. Bindur Kjartan vonir við að eitthvað sé að gerast ef menn séu enn að ræða saman. Verið sé að varpa á milli hugmyndum og tillögum. Búist er við að fundur haldi áfram fram á kvöld.

Icelandair hafa orðið að fella niður fjórar flugferðir í dag vegna yfirvinnubanns flugmanna. Hefur það snert um 600 farþega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert