Spuni með heimsmet

Spuni á ferð á Vindheimamelum í kvöld.
Spuni á ferð á Vindheimamelum í kvöld. Eidfaxi.is/Óðinn Örn

Stóðhest­ur­inn Spuni frá Vest­ur­koti sló heims­met á Lands­móti hesta­manna á Vind­heima­mel­um í kvöld þegar forskoðun fór fram á fimm vetra stóðhest­um. Hlaut hann ein­kunn­ina 9,17 fyr­ir hæfi­leika og 8,43 fyr­ir sköpu­lag. Aðal­ein­kunn var því 8,87 og ger­ir það hann að hæst dæmda stóðhesti í heimi, að því er fram kem­ur á vef lands­móts­ins.

Spuni er und­an Álfa­st­eini frá Sel­fossi og Stelpu frá Meðal­felli sem er und­an Oddi frá Sel­fossi og Ey­dísi frá Meðal­felli.

,,Þetta eru sann­ar­lega glæsi­leg­ar töl­ur og hest­ur­inn ein­ung­is fimm vetra gam­all. Spuni hlaut 10,0 fyr­ir skeið, 9,5 fyr­ir vilja/​geð, 9,0 fyr­ir tölt og brokk. Spuni er korgjarp­ur glæ­sigrip­ur, fas­mik­ill og með mik­inn fóta­b­urð. Til ham­ingju rækt­end­ur og eig­end­ur," seg­ir í frétt á vef móts­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert