Fleiri flugferðir felldar niður

mbl.is/Friðrik Tryggvason

Icelandair hefur ákveðið að fella niður tvær flugferðir á morgun og tvær á föstudag vegna yfirvinnubanns flugmanna hjá félaginu. Ekki er gert ráð fyrir að fella þurfi niður flug í dag.

Á morgun verður flug frá Keflavík til Parísar fellt niður en áætlað var að vélin færi í loftið klukkan 01:05 í nótt. Eins hefur flug frá París til Keflavíkur sem til stóð að færi í loftið klukkan 8 í fyrramálið verið fellt niður.  

Gert er ráð fyrir að önnur flug þennan dag verði á áætlun.

Á föstudag hefur Parísarflug á sama tíma verið fellt niður. Gert er ráð fyrir að önnur flug þennan dag verði á áætlun.

Viðræðum Félags íslenskra atvinnuflugmanna og Icelandair var slitið á þriðja tímanum í nótt en þær eiga að hefjast að nýju um hádegið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert