Gleymdu að framlengja

Heim­ild til að taka út sér­eign­ar­sparnað rann út í apríl­byrj­un og gleymd­ist að fram­lengja frest­inn. Þó var vilji fyr­ir því hjá öll­um sem hlut áttu að máli, bæði stjórn­ar­liði og -and­stöðu á þingi, sem og líf­eyr­is­sjóðum og öðrum vörsluaðilum líf­eyr­is­sparnaðar.

„Það er mjög slysa­legt að mínu mati að þetta skuli ekki hafa kom­ist strax í gegn á vorþingi og verður að taka það strax upp á haustþingi að koma þess­ari breyt­ingu á. Það er full­ur vilji til þess hjá líf­eyr­is­sjóðunum að fram­lengja tím­ann til ára­móta,“ seg­ir Hrafn Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­taka líf­eyr­is­sjóða.

Ákvæði um fram­lengd­an frest var sett inn í frum­varp fjár­málaráðherra í þing­inu, en efna­hags- og skatta­nefnd bætti því við eft­ir 1. umræðu. Sam­kvæmt heim­ild­um strandaði það frum­varp á ágrein­ingi á milli fjár­málaráðuneyt­is­ins og Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, en hann sner­ist um önn­ur atriði þessu al­ger­lega ótengd.

Tryggvi Þór Her­berts­son, full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins í efna­hags- og skatta­nefnd, seg­ir það klúður að gleyma þessu atriði. „Þetta er bara í takt við annað. Þeir gleymdu olíu­leitar­frum­varp­inu og þeir gleymdu þessu. Þetta sýn­ir bara hvað það eru slæl­eg vinnu­brögð þarna á stjórn­ar­heim­il­inu,“ seg­ir Tryggvi Þór.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert