Landsdómsákæra í nýju hefti Þjóðmála

Sumarhefti Þjóðmála.
Sumarhefti Þjóðmála.

Sumarhefti tímaritsins Þjóðmála 2011 er komið út. Meðal efnis er grein eftir Jón Magnússon um landsdómsákæruna á hendur Geir H. Haarde, þar sem Jón segir að ekki standi steinn yfir steini í málatilbúnaði Atlanefndarinnar og saksóknara Alþingis.

Þá skrifar Óli Björn Kárason „Manifesto hægri manns“ og Páll Vilhjálmsson fjallar um „Baug, Davíð og íslenska vinstrimenn“ með hliðsjón af nýútkominni bók Björns Bjarnasonar.

Útgáfa Þjóðmála hófst haustið 2005 og kemur ritið út fjórum sinnum á ári – vetur, sumar, vor og haust. Útgefandi tímaritsins er Bókafélagið Ugla og ritstjóri Jakob F. Ásgeirsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert